Ráðgjöf
Aðalatriði við allar framkvæmdir, hvort sem þær eru litlar eða stórar, er góður undirbúningur.
Athugið að öll leyfi séu til staðar og teikningar.
Semjið við alla aðila áður en verkið hefst og útbúið verkplan svo að verkþættir skarist sem minnst. Þannig vinnst alltaf best.
Hvað þarf að hafa í huga þegar skipta þarf um þak?
Þegar skipt er um þak þarf allt efni að vera komið á staðinn áður en byrjað er á framkvæmdum. Eins þarf veðurspá að vera góð til þess að vatn leki ekki inn í hús á meðan framkvæmdum stendur. Gott er að hafa aðgang að klæðningarefni eða sperrum ef hætta er á fúa. Áríðandi er að komast að því hvort fúi í þaki er vegna leka eða lélegrar loftunar. Mikið atriði er að spara ekki gæðin í pappanum, því leki myndast oft ef pappi er ónýtur.
Er mikið mál að skipta um glugga eða hurðir?
Við reynum ætíð að hafa sem minnst rask inni í húsum þegar við skiptum um glugga eða hurðir. Ef göt eru vel plöstuð að innan áður en verkið hefst er hægt að halda öllu hreinu að innan á meðan.
Það sparar vinnu að mála timburglugga áður en þeir eru settir á sinn stað. Mikilvægt er að ganga vel frá þéttingum og lokaáferð að utan strax því reynslan sýnir að það sem ekki er gert strax á til að gleymast.